Æfingar í rafíþróttum hefjast á mánudag

Selfoss_merki_á_peysu_lárétt
Selfoss_merki_á_peysu_lárétt

Æfingar í rafíþróttum hjá Umf. Selfoss hefjast að nýju mánudaginn 18. janúar.

Á vorönn verður boðið upp á æfingar í sérstökum leikjum. Vakin er athygli á að leikir geta verið svipaðir og því er hægt að æfa Counter Strike þó að aðalleikurinn sem er spilaður sé t.d. Valorant. Er þetta gert til að auka gæðin á æfingunum en einnig svo hægt sé að æfa fyrir mót og taka þátt í bæði innanhússmótum en einnig milli félaga.

Æfingatímar á vorönn
Counter strike
Mánudag klukkan 19:00-21:00
Miðvikudag klukkan 19:00-21:00

Fortnite
Mánudag klukkan 17:00-19:00
Fimmtudag klukkan 19:00-21:00

Rocket League
Þriðjudag klukkan 15:00 - 17:00
Fimmtudag klukkan 17:00-19:00

League of Legends
Þriðjdag klukkan 17:00-19:00
Fimmtudag klukkan 15:00-17:00

Skráningar fara fram í gegnum skráningar- og greiðslukerfið Nóra á slóðinni selfoss.felog.is.

Síðar í vetur verður boðið upp á styttri námskeið sem eru sett upp fyrir þá sem vilja prófa að æfa en hafa ekki fundið sinn leik. Þetta verða 2-3 vikna námskeið, líklegast á laugardögum. Námskeið verður auglýst sérstaklega síðar.