Ævintýrið heldur áfram

Knattspyrna ÍBV-S Borgunarbikar 080
Knattspyrna ÍBV-S Borgunarbikar 080

Stelpurnar okkar komust af harðfylgi áfram í undanúrslit í Borgunarbikarnum eftir hörkuleik við Eyjastelpur á föstudaginn.

Leikið var í Eyjum og þrátt fyrir fjölda marktækifæra var staðan markalaus eftir 90 mínútur og því þurfti að framlengja. Það var nokkuð gegn gangi leiksins að Eyjastúlkur skoruðu á 99 mínútu og á brattann að sækja fyrir okkar stelpur. Það var ekki fyrr en á lokamínútu framlengingar að Guðmunda Brynja jafnaði úr víti sem Magdalena fékk eftir að varnarmaður ÍBV klippti hana niður í teignum. Leikurinn því jafn og grípa þurfti til vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara.

Vítaspyrnukeppnin var æsispennandi þar sem markmenn liðanna voru í aðalhlutverki. Dagný, Donna Kay og María Rós skoruðu úr sínum spyrnum og Chante kom í veg fyrir að þrjár spyrnur Eyjameyja rötuðu í markið og tryggði liði sínu sigur.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Næsti leikur stelpnanna er á útivelli gegn Þór/KA í Pepsi-deildinni miðvikudaginn 8. júlí kl. 18:00.

at/gj

---

Stoltir Selfyssingar á leið heim úr Eyjum.
Ljómynd: Umf. Selfoss/Gissur Jónsson