Knattspyrna - Alexis Rossi
Kvennalið Selfoss í knattspyrnu hefur fengið liðsstyrk fyrir átökin í 1. deildinni í sumar en bandaríski leikmaðurinn Alexis Rossi hefur samið við félagið til tveggja ára.
Rossi, sem er 23 ára, er varnarmaður en samkvæmt Alfreð Elías Jóhannssyni, þjálfara Selfoss, getur hún leyst fleiri stöður á vellinum.
„Hún spilaði æfingaleik með okkur fyrir skömmu þar sem hún lék sem miðvörður í fyrri hálfleik og sóknarmaður í seinni hálfleik. Þetta er sterkur leikmaður og góður karakter sem við erum að fá til liðs við okkur. Hún leit vel út í leiknum og styrkir hópinn okkar mikið,“ sagði Alfreð í samtali við Sunnlenska.is.
Rossi lék með háskólaliði USF, University of South Florida, áður en hún gekk til liðs við Pinellas County United í bandarísku WPSL-deildinni.
Fyrsti leikur Selfoss í 1. deildinni er á heimavelli þann 13. maí þegar Þróttur R. kemur í heimsókn.
---
Alexis Rossi ásamt Einari Karli Þórhallssyni, stjórnarmanni, við undirritun samningsins.
Ljósmynd: Sunnlenska.is/Guðmundur Karl