11.10.2014
Evrópumótið í hópfimleikum verður haldið á Íslandi 15.-18. október. Níu þátttakendur uppaldir hjá Fimleikadeild Selfoss munu keppa með landsliðum Íslands í mismunandi flokkum.Með blönduðu liði unglinga keppa Alma Rún Baldursdóttir, Eysteinn Máni Oddsson, Konráð Oddgeir Jóhannsson, Nadía Björt Hafsteinsdóttir og Rikharð Atli Oddsson.
10.10.2014
Bronsleikar ÍR voru haldnir laugardaginn 4. október sl. í Laugardalshöllinni.Á Bronsleikum er keppt í fjölþraut barna sem samanstendur af þrautum sem reyna á styrk, snerpu, úthald og samhæfingu í flokki 8 ára og yngri og 9-10 ára.Selfoss mætti að vanda með vaskt lið, alls 14 keppendur, sem stóðu sig með milli prýði utan vallar sem innan.
10.10.2014
Í vikunni var undirritaður tveggja ára samningur milli Knattspyrnudeildar Umf. Selfoss og TRS ehf. Samningurinn er framhald á frábæru samstarfi deildarinnar við TRS sem verður áfram einn af helstu styrktaraðilum deildarinnar.Það voru Sveinbjörn Másson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar og Gunnar Bragi Þorsteinsson, framkvæmdastjóri TRS sem undirrituðu samninginn.---Á myndinni eru eigendur TRS ehf.
10.10.2014
Team Nordic æfingabúðirnar í taekwondo fara fram í Iðu á Selfossi um helgina. Æfingar Team Nordic eru mjög hnitmiðaðar enda eru þjálfararnir þeir allra bestu á Norðurlöndum og gengur Team Nordic undir viðurnefninu „Champion factory“ innan taekwondoheimsins.Þrír iðkendur Taekwondodeildar Umf.
10.10.2014
Þrír leikmenn Selfoss hafa verið valdir í æfingahóp U-19 ára landsliðs kvenna sem æfir í Kórnum í Kópavogi dagana 9.-12. október.
09.10.2014
Sunddeild Umf. Selfoss og Domusnova Fasteignasala ehf. hafa gengið frá samstarfssamning sem miðar að því að styrkja starfsemi og rekstur sunddeildarinnar.
08.10.2014
Næsta mánudag fer fram ráðstefna um stefnumótun í Afreksíþróttum í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal.Frítt er inn á þessa ráðstefnu, en gert er stutt hlé á dagskrá og geta þátttakendur keypt sér hádegisverð hjá Café easy sem er staðsett í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal.Miðað við forskráningu á ráðstefnuna má búast við því að færri komist að en vilja og er því óskað eftir skráningum á netfangið eigi síðar en föstudaginn 10.
08.10.2014
Lokahóf Mótokrossdeildar Selfoss var haldið laugardagskvöldið 20. september, í aðstöðuhúsi deildarinnar við mótokrossbrautina, eftir vel heppnaðan endurotúr liðsfélaga deildarinnar fyrr um daginn inn á hálendi.
07.10.2014
Annar flokkur karla í handbolta byrjar tímabilið vel. Þeir hafa nú lokið þremur leikjum af fimm í forkeppninni og unnið þá alla. Eftir forkeppni ræðst í hvaða deild lið spila í vetur og að sjálfsögðu stefna okkar strákar á að spila í efstu deild.Strákarnir spiluðu tvo leiki í síðustu viku.
06.10.2014
Meistaraflokkur kvenna vann góðan sigur á Fylki um helgina. Selfoss byrjaði leikinn betur en jafnt var á flestum tölum seinni hluta fyrri hálfleiks.