selfoss vs hk
Stelpurnar mættu vel skipuðu liði HK í gærkvöldi og þrátt fyrir að Selfoss sé nokkuð ofar í deildinni var nú svo sem vitað að fráleitt yrði um auðveldan leik að ræða.
HK stelpur spiluðu gríðarlega öflugan varnarleik og má segja að þær hafi verið fastar fyrir í aðgerðum sínum og tók það Selfoss nokkurn tíma að komast í takt við gang leiksins, þó var aldrei mikill munur á liðunum, þetta eitt til tvö mörk í fyrri hálfleik og staðan í hálfleik 12-11.
Í seinni hálfleik færðist aukinn kraftur í sóknarleik Selfoss og náðu stelpurnar góðri forystu, einnig fyrir tilverknað Áslaugar í markinu sem átti frábæran dag. Selfoss var með fjögurra marka forystu sem HK náði þó að jafna þegar staðan var 20-20 eftir 55 mínútna leik. Selfossstelpurnar voru mun öflugri í restina og lönduðu sætum 24-21 sigri. Hrafnhildur Hanna fór fyrir liðinu í markaskorun og var með 9 mörk, jafnmörg og þær Carmen og Adina til samans.
Óneitanlega góður sigur og mikilvægur og gaman að sjá hve liðið er orðið samstíga í sínum aðgerðum og kraftmikið á velli.
Markaskorun:
Hrafnhildur Hanna 9
Adina 5
Carmen 4
Perla Ruth 3
Kristrún 2
Hildur Öder 1
Markvarsla:
Áslaug Ýr með 19 varða bolta (49%)
Katrín Ósk kom inná í einu víti en náði ekki að verja.
MM
JÁE (mynd)