HSK sendi vaska sveit til keppni í bikarkeppni Frjálsíþróttasambands Íslands (FRÍ) á Laugardalsvelli um liðna helgi. HSK-liðið var mjög ungt í ár en meiðsli og veikindi settu strik í reikninginn hjá kvennaliðinu. Hins vegar kemur maður í manns stað og ungu keppendurnir leystu þetta með sóma.
HSK varð í fimmta sæti í heildina með 35 stig. ÍR sigraði með 81 stig, FH varð í öðru sæti með 80 stig, Breiðablik í þriðja sæti með 53 stig og Fjölnir/Afturelding með 44 stig í fjórða sæti og Ármann rak lestina með 30 stig.
Uppskera HSK í verðlaunum var eitt gull, eitt silfur og tvö brons. Við fengum einn bikarmeistara þegar Kristinn Þór Kristinsson, Selfossi, kom langfyrstur í mark í 1.500 m hlaupi á nýju mótsmeti og varði þar með titilinn frá í fyrra. Guðrún Heiða Bjarnadóttir, Selfossi, varð í öðru sæti í langstökki og þriðja sæti í 100 m hlaupi og Thelma Björk Einarsdóttir, Selfossi, varð þriðja í sleggjukasti.
Liðsmenn HSK stóðu sig vel og litu fimm bætingar dagsins ljós. Hákon Birkir Grétarsson, Selfossi, í 110 m grindahlaupi, Guðrún Heiða, Selfossi, og Stefán Narfi Bjarnason, Þjótánda, í 100 m hlaupi, Ingibjörg Hugrún Jóhannesdóttir, Selfossi, í 1.500 m hlaupi og Ástþór Jón Tryggvason, Selfossi, í 400 m hlaupi.
Framtíðin er björt í frjálsum hjá HSK og við mætum tvíefld að ári.
Öll úrslit mótsins og umfjöllun má finna á vefsíðu FRÍ.
Hér að neðan má sjá árangur okkar fólks. Innan sviga p.b.= persónuleg bæting.
100 m hlaup
Stefán Narfi Bjarnason, Þjótandi, 11,65 sek (p.b.) 5. sæti
Guðrún Heiða Bjarnadóttir, Selfoss, 12,81 sek (p.b.) 3. sæti
400 m hlaup
Ástþór Jón Tryggvason, Selfoss, 53,51 sek (p.b.) 5. sæti
Íris Ragnarsdóttir, Selfoss, 76,77 sek 5.sæti
1.500 m hlaup
Kristinn Þór Kristinsson, Selfoss, 3:55,39 mín 1. sæti mótsmet
Ingibjörg Jóhannesdóttir, Selfoss, 5:41,86 mín (p.b.) 5. sæti
110/100 m grind
Hákon Birkir Grétarsson, Selfoss, 17,41 sek (p.b.) 6. sæti
Bríet Bragadóttir, Selfoss, 6. sæti
Þrístökk
Jónas Grétarsson, Selfoss, 11,42 m 6. sæti
Hástökk
Hákon Birkir Grétarsson, Selfoss, 1,60 m 6. sæti
Langstökk
Guðrún Heiða Bjarnadóttir, Selfoss, 5,73 m 2. sæti
Stangarstökk
Marta María, Þór, 2,10 m 5. sæti
Spjótkast
Stefán Narfi Bjarnason, Þjótanda, 43,74 m 5. sæti
Kringlukast
Ólafur Guðmuundsson, Selfoss, 36,20 m 5. sæti
Sleggjukast
Thelma Björk Einarsdóttir, Selfoss, 42,08 m 3. sæti
Kúluvarp
Thelma Björk Einarsdóttir, Selfoss, 12,38 m 4. sæti
1.000 m boðhlaup
Hákon, Stefán, Ástþór, Kristinn, 2:06,02 mín 5. sæti
Hildur Helga, Ragnheiður, Guðrún, Bríet, 2:39,18 mín 5. sæti
óg
---
Á mynd með frétt er sveit HSK sem tók þátt í bikarkeppni FRÍ.
Á myndum fyrir neðan eru sveitir HSK í boðhlaupum.
Ljósmyndir: Umf. Selfoss/Ólafur Guðmundsson