Frjálsar - Aðalfundur 2016 Stjórn
Aðalfundur frjálsíþróttadeildar fór fram í Tíbrá mánudaginn 29. febrúar sl. Starfsemi og rekstur deildarinnar er í miklum blóma og fjölgar iðkendum stöðugt.
Á fundinum var kjörin ný stjórn sem skipa f.v. í fremri röð Þuríður Ingvarsdóttir ritari, Helgi Sigurður Haraldsson formaður og Svanhildur Bjarnadóttir ritari. Í aftari röð, Dýrfinna Sigurjónsdóttir og Halla Baldursdóttir. Á myndina vantar Thelmu Björk Einarsdóttur sem er fulltrú iðkenda 16-25 ára í stjórn.
Hefð hefur skapast fyrir því að veita verðlaun fyrir ástundun, framfarir og bestu afrek liðins árs á aðalfundi deildarinnar. Á fundinum voru afhentir farandbikarar og eignabikarar til nokkurra ungmenna.
Iðkendur 7 ára og yngri æfðu tvisvar í viku og mætti Bryndís Embla Einarsdóttir best allra á æfingar í þeim hópi. Iðkendur 8-10 ára æfðu þrisvar í viku og mættu þeir Nökkvi Tómasson og Rúrik Nikolai Bragin best allra. Hópur 11-14 ára æfðu fjórum sinnum í viku og mætti Thelma Karen Siggeirsdóttir best allra á æfingar sumarsins. Þau Helga Margrét Óskarsdóttir og Dagur Fannar Einarsson fengu verðlaun fyrir mestu framfarir sumarsins í flokki 11-14 ára og Hákon Birkir Grétarsson var valinn afreksmaður í sama flokki. Hjá meistaraflokki sýndi Thelma Björk Einarsdóttir mesta framfarir á árinu 2015 og Fjóla Signý Hannesdóttir var valin afreksmaður deildarinnar.
---
Efri mynd f.v. Hildur Helga tók við verðlaunum fyrir Thelmu Björk systur sína, Dýrleif Nanna tók við verðlaunum fyrir Fjólu Signýju frænku sína, Hákon Grétar og Dagur Fannar.
Neðri mynd f.v. Nökkvi, Bryndís Embla, Thelma Karen og Anna Rut móðir Rúriks Nikolai.
Ljósmyndir: Umf. Selfoss/GJ