Brúarhlaup Selfoss 2015

Bruarhlaup2015_kubbur
Bruarhlaup2015_kubbur

Brúarhlaup Selfoss 2015 fer fram á morgun, laugardaginn 8. ágúst, á sama tíma og bæjarhátíðin Sumar á Selfossi en mikil stemning skapaðist á Selfossi í tengslum við hlaupið í fyrra.

Hjólreiðamenn verða ræstir kl. 11.00 við Ölfusárbrú. Hlauparar í 10 km verða ræstir á Ölfusárbrú kl. 11.30 á sama tíma og keppendur í 2,8 km skemmtiskokki verða ræstir í miðbæjargarðinum á Selfossi. Hlauparar í 5 km verða ræstir kl. 12.00 við Ölfusárbrú. Keppendur í Sprotahlaupi verða ræstir af stað kl. 13:00 í miðbæjargarðinum. Allir þátttakendur koma í mark í miðbæjargarðinum.

800 metra Sprotahlaup fyrir 8 ára og yngri

Að þessu sinni bætist Sprotahlaupið við en það er fyrir alla krakka 8 ára og yngri. Sprotahlaupið er 800 metrar og er lagt af stað úr miðbæjargarðinum á Selfossi. Að öðru leyti eru hlaupavegalengdir óbreyttar þ.e. 10 km, 5 km og 2,8 km hlaup auk keppni í 5 km hjólreiðum.

Þátttakendur eru hvattir til að kynna sér vel hlaupaleiðir áður en hlaupið er af stað. Kort með hlaupaleiðunum verða aðgengilegar við upphaf hlaups og við skráningu.

Forskráning fer fram í Landsbankanum, Austurvegi 20 á Selfossi og á vefsíðunni www.hlaup.is og lýkur föstudaginn 7. ágúst kl. 16:00. Einnig er hægt að skrá sig í Landsbankanum á Selfossi á hlaupadag frá kl. 9.00 en þá fer einnig fram afhending keppnisgagna.

Verðlaunaafhending fer fram í miðbæjargarðinum á Selfossi kl. 13:30 auk þess sem allir keppendur fá frítt í sund eftir hlaup í boði Sveitarfélagsins Árborgar.

---

1-2 myndir frá 2014

Logo Brúarhlaupsins 2015