Lið Selfoss sigraði í stigakeppni Aldursflokkamóts með miklum yfirburðum
Aldursflokkamót HSK í flokki 11-14 ára fór fram dagana 13.-14.júní sl. á Selfossvelli. Lið Selfoss stóð sig frábærlega á mótinu og sigraði heildarstigakeppnina með miklum yfirburðum. Lið Selfoss sigraði einnig í flokki 12 ára pilta og stúlkna auk þess að sigra flokk 14 ára telpna. Krakkarnir stóðu sig frábærlega, sópuðu til sín verðlaunum og bættu sig í mörgum greinum.
Hægt er að sjá öll úrslit á síðunni www.thor.fri.is en hér fyrir neðan verður greint frá þeim sem náðu þeim frábæra árangri að verða HSK meistarar.
14 ára flokkur: Bryndis Embla Einarsdóttir náði þeim einstaka árangri að verða áttfaldur HSK meistari. Hún sigraði í öllum þeim 7 einstaklingsgreinum sem keppt er í auk þess að sigra í boðhlaupi. Hún bætti eigið HSK met í spjótkasti um 83 cm þegar hún kastaði spjótinu 44,76m. Hún hljóp einnig undir HSK metinu í 80m grind er hún hljóp á tímanum 12,90 sek en því miður reyndist of mikill meðvindur til að fá metið staðfest. Hún hljóp 100m á 13,40 sek, 600m hljóp hún á 1:53,34 mín. Í hástökki vippaði hún sér yfir 1.50m og hún stökk 5.11m í langstökki og að lokum varpaði hún kúlunni 10,59m. Frábær árangur hjá Bryndisi Emblu og sýnir hversu fjölhæf hún er. Þær Arndís Eva Vigfúsdóttir, Anna Metta Óskarsdóttir og Aldís Fönn Benediktsdóttir urðu HSK meistarar ásamt Bryndísi Emblu í 4x100m boðhlaupi.
13 ára flokkur: Anna Metta Óskarsdóttir stóð sig frábærlega þegar hún varð HSK-meistari í 6 greinum. Hún sigraði 100m hlaupi á tímanum 14,08 sek, 80m grindahlaup hljóp hún á tímanum 14,56 sek. Hún bætti sig í hástökki þegar hún vippaði sér yfir 1,45m, í langstökki stökk hún 4,61m og að lokum kastaði hún spjótinu 22,72m og bætti sinn persónulega árangur. Hún varð auk þess HSK meistari í flokki 14 ára telpna í boðhlaupi. Stormur Leó Guðmundsson varð tvöfaldur HSK- meistari. Hann sigraði í 80m grindahlaupi á tímanum 21,25 sek og í kúluvarpi þegar hann kastaði kúlunni 7,13m og bætti sinn persónulega árangur.
12 ára flokkur: Ásta Kristín Ólafsdóttir stóð sig mjög vel og varð fjórfaldur HSK-meistari. Hún bætti sig í hástökki þegar hún vippaði sér yfir 1.20m, hún bætti einnig sinn besta árangur þegar hún kastaði kúlunni 7,84m og spjótið sveif 22,00m sem er einnig bæting hjá Ástu Kristínu. Að lokum hljóp hún 60 m á 9,44 sek og kom fyrst í mark. Dagbjört Eva Hjaltadóttir varð HSK-meistari í 600m hlaupi er hún kom í mark á tímanum 2:12,85 mín. Hróbjartur Vigfússon varð þrefaldur HSK-meistari. Hann hljóp 60m grind á tímanum 13,29 sek, í hástökki bætti hann sig er hann vippaði sér yfir 1,30m og að lokum bætti hann sig þegar hann kastaði spjótinu 19,65m. Magnús Tryggvi Birgisson varð tvöfaldur HSK-meistari. Hann hljóp 60m hlaup á tímanum 9,86 sek og í langstökki stökk hann 3,72m.