Dagný og Gumma í úrvalsliði fyrri umferðar Pepsi deildar
Dagný Brynjarsdóttir og Guðmunda Brynja Óladóttir, leikmenn Selfoss, eru í úrvalsliði fyrri umferðar Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu en liðið var kynnt í hádeginu í gær. Greint var frá þessu á vef Sunnlenska.is.
Dagný og Guðmunda eru báðar lykilmenn í liði Selfoss sem situr þessa stundina í fjórða sæti deildarinnar. Guðmunda er ein af markahæstu leikmönnum Pepsi-deildarinnar með sex mörk í fyrstu níu umferðunum.
Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Breiðabliks, var útnefnd besti leikmaðurinn á fyrri hluta mótsins en Blikar eiga alls sex fulltrúa í liðinu. Gengi Breiðabliks hefur verið gott á leiktíðinni en liðið hefur ekki tapað leik og er á toppi deildarinnar.
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Blika, var útnefndur besti þjálfarinn og þá þóttu Blikar vera með bestu stuðningsmennina.
Bríet Bragadóttir var valin besti dómarinn en hún hefur þótt standa sig vel á leikjum í deildinni.
Lið umferða 1-9 í Pepsi-deild kvenna
Markmaður:
Sonný Lára Þráinsdóttir (Breiðablik)
Vörn:
Anna Björk Kristjánsdóttir (Stjarnan)
Málfríður Erna Sigurðardóttir (Breiðablik)
Hallbera Guðný Gísladóttir (Breiðablik)
Guðrún Arnardóttir (Breiðablik)
Miðja:
Fanndís Friðriksdóttir (Breiðablik)
Dagný Brynjarsdóttir (Selfoss)
Vesna Elísa Smiljkovic (Valur)
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (Stjarnan)
Sókn:
Guðmunda Brynja Óladóttir (Selfoss)
Berglind Þorvaldsdóttir (Fylkir)
Besti leikmaður: Fanndís Friðriksdóttir (Breiðablik)
Besti þjálfari: Þorsteinn Halldórsson (Breiðablik)
Besti dómari: Bríet Bragadóttir
Bestu stuðningsmenn: Breiðablik
---
Verðlaun fyrir 1.-9. umferð Pepsi-deildarinnar voru veitt í Ölgerðinni í gær.
Ljósmynd/KSÍ