dagur fannar
Dagur Fannar Einarsson, Umf. Selfoss, hefur verið valinn í landslið Íslands í fjölþrautum sem keppir á Norðurlandameistaramóti unglinga í fjölþrautum um helgina. Keppnin fer fram í Uppsala i Svíþjóð og er keppt í flokkum 16-17 ára 18-19 ára og 20-22 ára. Dagur Fannar sem er 17 ára gamall hefur verið á mikilli siglingu og bætt sig jafnt og þétt síðustu ár. Hann er mjög fjölhæfur og verður gaman að sjá hann spreyta sig í tugþraut við jafnaldra sína á norðurlöndunum. Dagur Fannar á HSK metið í flokki 16-17 ára sem er 5602 stig og miklar líkur eru á að það met falli um helgina. Hægt er að fylgjast með úrslitum mótsins á vefslóðinni : https://estkampen2019.com/