Dramatískar lokamínútur hjá Selfyssingum

Stefán Ragnar og Gunnar Rafn
Stefán Ragnar og Gunnar Rafn

Strákarnir héldu austur á firði um helgina og sóttu Huginn heim í Inkasso-deildinni. Úr varð dramatískt 3:3 jafntefli á Seyðisfjarðarvelli þar sem heimamenn jöfnuðu með seinustu spyrnu leiksins.

Selfyssingar voru komnir með tveggja marka forystu eftir korter með mörkum frá José Tirado og Stefáni Ragnari Guðlaugsyni. Þeim tókst ekki að halda fengnum hlut og jöfnðu heimamenn í upphafi síðari hálfleiks. Fimm mínútum fyrir leikslok kom Arnór Gauti Ragnarsson Selfyssingum aftur yfir en heimamenn gáfust ekki upp frekar en fyrri daginn og jöfnuðu eins og áður segir með seinustu spyrnu leiksins.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Að lokinni fyrr umferð Íslandsmótsins hefur Selfoss 15 stig í 6. sæti Inkasso-deildarinnar og mætir Leikni frá Fáskrúðsfirði í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði laugardaginn 23. júlí kl. 13:00.

---

Stefán Ragnar (t.h.) skoraði og fór meiddur af velli.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Gissur