Karitas, Gumma og Andrea
Þrír leikmenn Pepsi deildarliðs Selfyssinga í knattspyrnu, Guðmunda Brynja Óladóttir, Andrea Ýr Gústavsdóttir og Karitas Tómasdóttir skrifuðu á dögunum undir nýja samninga við knattspyrnudeild Selfoss. Stelpurnar hafa staðið sig frábærlega í vetur og leikið lykilhlutverk hjá liðinu en Selfossliðið bíður í eftirvæntungu eftir að geta hafið þriðja tímabilið í efstu deild.
„Selfoss er orðinn einn af flottustu klúbbunum á Íslandi í dag, umgjörðin og aðstaðan er til fyrirmyndar, við æfum mikið og vel og erum að bæta okkur sem einstaklingar og sem lið. Stelpurnar eru allar frábærar og hópurinn er ótrúlega þéttur og skemmtilegur" sagði Guðmunda Brynja fyrirliði í samtali við umfs.is
Knattspyrnudeildin óskar stelpunum og Selfyssingum til hamingju.
Minnum á að liðið á eftir að spila þrjá leiki í Pepsi í deildinni og mæta Íslandsmeisturum Stjörnunnar í Garðabæ á morgun laugardag kl. 14:00.