Merki HSK - Logo
Héraðsmót HSK í sundi var haldið í Hveragerði 6. júní 2017 sl. og mættu keppendur frá þremur félögum til leiks.
Úrslit í stigakeppni mótsins urðu þau að Hamar vann með 94 stig, Selfoss varð í öðru með 79 stig og Dímon hlaut 7 stig.
Bestu afrek samkvæmt stigatöflu FINA unnu Dagbjartur Kristjánsson Hamri fyrir 50 m skriðsund 28,40 sek gefur 399 stig og Elísabet Helga Halldórsdóttir Selfossi fyrir 50 m skriðsund 35,46 sek gefur 287 stig.
Bikar fyrir þrjú stigahæstu sundin hlutu þau Dagbjartur með 18 stig og Sunneva María Pétursdóttir Austra, einnig með 18 stig.
Úrslit og myndir eru á vefsíðu HSK.