Mynd: Sævar Geir Sigurjónsson/Fótbolti.net
Selfoss tapaði gegn spræku liði Þór/KA Í Bestu deildinni norður á Akureyri í blíðskaparveðri í gær. Leikurinn fór erfiðilega af stað fyrir okkar konur en heimakonur voru komnar í tveggja marka forystu eftir tæplega stundarfjórðung. Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleik.
Lið Selfoss kom afar sterkt út til síðari hálfleiks og sóttu hart að marki heimastúlkna. Gegn gangi leiksins komst Þór/KA í 3-0 eftir hornspyrnu. Eftir þriðja markið var brekkan orðin ansi brött og raunar svo brött að liðið náði ekki að klóra í bakkann. Lokatölur 3-0.
„Ég sé batamerki á leik okkar. Þessi úrslit endurspegla ekki hvernig leikmyndin var. Við fáum á okkur tvö klaufaleg mörk sem við gefum á tveggja mínútna kafla í fyrri hálfleik. Mér fannst við bregðast ágætlega við því og komast í takt við leikinn aftur," sagði Bjössi, í viðtali við Fótbolta.net.
Síðustu vikur hafa verið erfiðar en við trúum því að það sé ljós í enda ganganna. Næsti heimaleikur liðsins er á heimavelli gegn Stjörnunni þann 21. júní næstkomandi. Í millitíðinni leikum við þó til 8-liða úrslita í Mjólkurbikarnum gegn Víking R. á föstudag. Við þiggjum allan stuðning frá okkar stuðningsfólki á þessa leiki og vonumst til þess að eftir þá fari að horfa til betri vegar!
Áfram Selfoss!