Frjálsar - Eva María Baldursdóttir
Aldursflokkamót 11-14 ára og héraðsleikar HSK 10 ára og yngri í frjálsum íþróttum fóru fram samhliða sunnudaginn 11. júní í Þorlákshöfn. Veðrið lék við keppendur þennan góðviðrisdag og mörg met féllu.
Hæst ber að Íslandsmet féll á aldursflokkamótinu en Selfyssingurinn Eva María Baldursdóttir setti Íslandsmet í hástökki stúlkna 14 ára þegar hún stökk 1,68 m og átti góðar tilraunir við 1,70 m.
Á aldursflokkamótinu var keppt um heildarstigabikar og fóru leikar þannig að Umf. Selfoss sigraði stigakeppnina með 329 stig. Umf. Hrunamanna var í öðru sæti með 200,5 stig og Umf. Þór í því þriðja með 108 stig.
Frétt frá HSK
---
Eva María stekkur sífellt hærra.
Ljósmynd: UMFÍ