Fræðslu- og verkefnasjóður UMFÍ hefur kynnt úthlutun sjóðsins vegna umsókna sem bárust fyrir 1. apríl sl. Alls fengu 61 verkefni víðsvegar af landinu styrk að upphæð kr. 6.390.000 og þar af fengu verkefni á vegum HSK kr. 1.440.000.
Fimm verkefni á vegum Umf. Selfoss hlutu styrk að þessu sinni. Aðalstjórn Umf. Selfoss fékk kr. 50.000 í styrk vegna stefnumótunarvinnu. Einnig fengu Fimleikadeild Umf. Selfoss (þrjú verkefni) kr. 200.000 og Frjálsíþróttadeild Umf. Selfoss kr. 150.000 í styrk vegna námskeiða.
Umf. Selfoss færir UMFÍ sérstakar þakkir fyrir að styðja dyggilega við bakið á starfi félagsins.
Á heimasíðu UMFÍ má sjá heildarúthlutun að þessu sinni. Bent er á að rafrænt umsóknareyðublað má nálgast á heimasíðu UMFÍ. Næsta úthlutun fer fram í haust og sækja þarf um styrk fyrir 1. október nk.