Eric Máni Íslandsmeistari í unglingaflokki
Fimmta og síðasta umferð Íslandsmeistaramótsins í motocross fór fram í Bolaöldu þann 27. ágúst á vegum Vélhjólaklúbbsins VÍK í blíðaskaparveðri þar sem rúmlega 75 keppendur tóku þátt. Fjöldi iðkenda keppti fyrir hönd Umf. Selfoss og komust nokkrir þeirra á pall. Eric Máni Guðmundsson tryggði sér Íslandsmeistaratitil með akstri sínum í unglingaflokk og lenti í fyrsta sæti í sínum flokki eftir daginn. Alexander Adam Kuc varð í öðru sæti í MX2, Ragnheiður Brynjólfsdóttir hafnaði í þriðja sæti í kvennaflokk 30+ og Ásta Petrea Hannesdóttir landaði fjórða sæti í kvennaflokki. Frábær dagur og glæsilegur árangur hjá iðkendum Umf. Selfoss.
Myndir: Sverrir Jónsson