Fjóla Signý í góðu formi á vormóti ÍR

Árlegt vormót ÍR í frjálsum íþróttum var haldið á Laugardalsvellinum í Reykjavík fimmtudaginn 7. júní sl. Mótið var hluti af mótröð FRÍ sumarið 2012. HSK/Selfoss átti níu keppendur á mótinu sem allir stóðu sig með ágætum. 
Fjóla Signý Hannesdóttir Selfossi er komin til landsins í sumarfrí. Hún keppti í 100m grindahlaupi þar sem hún varð 2. á 15,18 sek í mótvindi. Hún keppti einnig í 800m hlaupi og náði ágætum tíma, 2:23,79 mín og varð önnur. 
Haraldur Einarsson Vöku sigraði langstökk karla með 6,32 m í mótvindi. 
Sigþór Helgason Selfossi varð annar með 5,70 m, en Sigþór er einungis 15 ára. 
Haraldur hljóp einnig 100m hlaup á 11,63 sek og varð sjötti í tölvuverðum mótvindi. 
Þá gerði Dagur Fannar Magnússon ágæta hluti í sleggjukasti karla er hann kastaði 44,60 m og sigraði, en besta kast hans í sumar er 47,00 m. 
Í kúluvarpi karla varð Ólafur Guðmundsson Laugdælum þriðji með kast upp á 12,83 m. 
Edda Þorvaldsdóttir Selfossi hljóp 100m hlaup á 13,79 sek í mótvindi sem er stutt frá hennar besta. 
Í spjótkasti kvenna var Thelma Björk Einarsdóttir Selfoss alveg við bætingu er hún kastaði 30,64 m og náði fimmta sæti. 
Andrea Vigdís Victorsdóttir Selfossi varð í sjötta sæti á bætingu með 29,51 m kasti.
Að lokum má geta þess að Guðrún Hulda Einarsdóttir Suðra heldur áfram að bæta Íslandsmet sín í sínum fölunarflokki. Hún kastaði spjóti 20,92 m, en gamla metið var 19,98 m. Þá bætti hún Íslandsmet sitt í kúluvarpi á Íslandsmóti íþróttasambands fatlaðra um liðna helgi er hún rauf níu metra múrinn í fyrsta skipti á ferlinum, en kast hennar mældist nákvæmlega níu metra.

-óg