kóp. m. bikar
Kópavogsmótið í frjálsum íþróttum fór fram á Kópavogsvelli þriðjudaginn 16. júlí. Fjóla Signý Hannesdóttir sigraði í tveimur greinum á mótinu. Hún hljóp 100 m grindahlaup á tímanum 14,58 sek í örlitlum mótvindi og varð í 1.-2. sæti ásamt Kristínu Birnu Ólafsdóttir ÍR. Þær stöllur unnu besta afrek mótsins í kvennaflokki með þessum árangri. HSK met Fjólu Signýjar er 14,41 sek. Fjóla Signý hljóp síðan til sigurs í 400 m hlaupi á tímanum 57,74 sek en það er þriðja besta 400 m hlaup hennar. Fjóla Signý keppir næst á Meistaramóti Íslands á Akureyri helgina 27.-28. júlí.