Fjöldi fólks hljóp fyrsta Grýlupottahlaup ársins

Frjálsar - Grýlan 2017
Frjálsar - Grýlan 2017

Fyrsta Grýlupottahlaup ársins 2017 fór fram á Selfossvelli laugardaginn 22. apríl. Þátttakendur voru rétt um 150 sem er heldur meiri fjöldi en undanfarin ár og ljóst að þetta skemmtilega hlaup nýtur sífelldra vinsælda meðal Selfyssinga. Vonandi verður framhald á góðri mætingu og að veðrið verði milt og gott næstu laugardaga.

Hlaupaleiðinni var sú sama og í fyrra og vegalengdin rúmir 850 metrar. Úrslit úr hlaupinu má finna á vefsíðu Sunnlenska.is.

Bestum tíma hjá stelpunum náði Hrefna Sif Jónasdóttir, 3:16 mín og hjá strákunum var það Dagur Fannar Einarsson sem hljóp á 2:45 mín.

Annað hlaup ársins fer fram nk. laugardag 29. apríl. Skráning hefst kl. 10:30 og er fólk hvatt til að mæta tímanlega til að forðast biðraðir.

---

Sem fyrr eru allir velkomnir í Grýlupottahlaupið á laugardögum.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/GJ