Strákarnir í yngra árs liði 4. flokks mættu ÍR-ingum í gær á heimavelli. Frá byrjun var Selfoss sterkara liðið á vellinum og sigraði 32-26.
Sóknarleikur okkar manna var magnaður í byrjun leiks. Teitur Örn og Bjarni fóru hamförum í sókninni og gerði liðið alls 20 mörk í fyrri hálfleiknum. Varnarleikurinn var kaflaskiptur en bakvið vörnina var Aron að verja vel. Selfoss leiddi 20-15 í hálfleik. Í seinni hálfleiknum var Selfoss alltaf með örugga forystu og skipti litlu þó að ÍR-ingar breyttu um varnarleik því Selfyssingar leystu það með prýði.
Góður sigur hjá strákunum en þetta var fyrsti leikur þeirra af þremur á rétt rúmri viku. Þeir eiga aftur leik á þriðjudag og svo á sunnuag eftir viku. Gæti liðið því náð sér í 3 góða sigra á stuttu tímabili ef strákarnir halda rétt á spöðunum og spila líkt og þeir gerðu í þessum leik gegn ÍR.
Áfram Selfoss