Fræðandi fyrirlestrar á Landsmótinu

thorir_hergeirsson landsmot
thorir_hergeirsson landsmot

Þórir Hergeirsson, þjálfari heims- og Ólympíumeistara Noregs í kvennahandknattleik hélt fyrirlestur í kvöld í Fjölbrautaskóla Suðurlands sem var einn af dagskrárliðum Landsmóts UMFÍ sem haldið er á Selfoss. Fyrirlesturinn var undir yfirskriftinni ,,Leiðin á toppinn“  markmiðsetningar, gildi og heildræn þjálfun.

Sjá frétt um fyrirlesturinn á vef Ungmennafélags Íslands

Fleiri athyglisverðir fyrirlestrar verða á Landsmótinu þar sem fjallað er um ýmis áhugaverð efni. Fyrirlestrarnir eru öllum opnir og verða í hátíðarsal FSU. Við hvetjum sem flesta til að mæta.

Föstudagur 5. júlí í hátíðarsal FSu. kl. 18:00
Fyrirlesari:  Vésteinn Hafsteinsson
Fyrirsögn: ÆFINGIN SKAPAR MEISTARANN

Laugardagur 6. júlí í hátíðarsal FSu. kl. 15:00
Fyrirlesari:  Sabína Steinunn Halldórsdóttir
Fyrirsögn: FÆRNI TIL FRAMTÍÐAR

Laugardagur 6. júlí í hátíðarsal FSu. kl. 18:00
Fyrirlesari: Kristinn Óskar Grétuson
Fyrirsögn: HUGRÆN ÞJÁLFUN ÍÞRÓTTAMANNA

Nánari upplýsingar um fyrirlestrana má finna á vef Ungmennafélags Íslands.