Sveitarfélagið Árborg byggðamerki
Bæjarráð Árborgar samþykkti á fundi 2. apríl sl. sem hluta af aðgerðum sveitarfélagsins vegna COVID-19 að hækka frístundastyrkinn í Sveitarfélaginu Árborg um kr. 10.000 og verður hann því í heildina kr. 45.000 árið 2020.
Með hækkun frístundastyrksins vill Bæjarstjórn Árborgar koma til móts við barnafjölskyldur í samfélaginu þar sem starfsemi íþrótta- og frístundafélaganna hefur verið takmörkuð vegna COVID-19 veirunnar og undirstrika um leið mikilvægi skipulagðs íþrótta- og frístundastarfs sem hluta af daglegu lífi barna og ungmenna. Frístundastyrkurinn er fyrir börn á aldrinum 5-17 ára sem hafa lögheimili í Árborg og er hægt að nota styrkinn til að greiða fyrir flestar frístundir barna.
Þeir foreldrar sem hafa nú þegar nýtt hluta af frístundastyrknum fyrir árið 2020 eiga þá inni mismuninn að kr. 45.000 t.d. ef búið er að nýta kr. 35.000 í frístundatarf í febrúar þá á viðkomandi barn kr. 10.000 eftir til að nota fyrir 31. desember 2020.
Nánari upplýsingar um frístundastyrkinn má finna á vefsíðu Sveitarfélagsins Árborgar.