Frítt fyrir alla í fótbolta

Fótbolti
Fótbolti

Vikuna 26.-30. júní er frítt fyrir alla á vikunámskeið í knattspyrnu þar sem lögð er áhersla á spil á litlum völlum, einn gegn einum og skot. Um er að ræða mjög skemmtilegt námskeið strax eftir fyrstu mót sumarsins þar sem allir fá tækifæri til að prófa, hvort sem menn æfa fótbolta eða ekki.

Öll námskeið knattspyrnudeildar Selfoss eru getu- og aldursskipt og áhersla lögð á að einstaklingurinn njóti sín. Samvera og samstaða er stór þáttur á öllum námskeiðunum og er mikið lagt upp úr samvinnu og að krakkarnir virði hvort annað.

Námskeiðið fer fram frá kl. 9:15 til 12:00 mánudag til föstudags. Skráning og frekari upplýsingar um námskeið deildarinnar eru á netfanginu gunnar@umfs.is eða ingirafn@umfs.is.