Spennandi verkefni fyrir börn og unglinga:
Frjálsíþróttaskóli UMFÍ á Selfossi
Frjálsíþróttaráð HSK mun í fjórða sinn halda Frjálsíþróttaskóla Ungmennafélags Íslands í sumar og verður hann á Selfossi, annað árið í röð, á nýja frjálsíþróttavellinum, þar sem Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið um verslunarmannahelgina.
Námskeiðið stendur í fimm daga og er frá 16.-20. júlí nk. Skráningarfrestur er til föstudagsins 13. júní 2012 fyrir kl. 23:00. Þátttakendur skrá sig á umfi.is, www.hsk.is eða á olafur@ml.is.
Kostnaður vegna námskeiðsins er 17.000 kr. á þátttakenda. Innifalið er kennsla, gisting, fæði, kvöldvökur o.fl. Ólafur Guðmundsson verður skólastjóri skólans eins og undanfarin ár og fær hann valinkunna frjálsíþróttamenn sér til aðstoðar.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu HSK í síma 482-1189 eða hjá Ólafi verkefnisstjóri HSK í frjálsum og skólastjóra, í síma 867-7755.
Frjálsíþróttaskólinn er ætlaður ungmennum á aldrinum 11-18 ára. Ungmennin koma saman kl. 13:00 á mánudeginum 16. júní, við Selið (HSK-húsið) á íþróttavellinum á Selfossi en skólanum lýkur á hádegi á föstudeginum í sömu viku. Aðal áhersla er lögð á kennslu í frjálsum íþróttum. Auk frjálsra íþrótta er farið í sund, leiki, óvissuferðir og haldnar kvöldvökur. Þetta eru frábærar æfingabúðir fyrir þá sem ætla að keppa á Unglingalandsmótinu um verslunarmannahelgina á Selfossi.
Búast má við góðri þátttöku í skólann og eru byrjendur í frjálsum íþróttum sérstaklega hvattir til að skrá sig til leiks og kynnast íþróttinni.
Kv. Óli Guðm.