Gjöfult samstarf.

Karen Anna Guðmundsdóttir verslunarstjóri Flügger á Selfossi, Helgi S Haraldsson formaður UMF.Selfoss og Elín Ólafsdóttir markaðsstjóri Flügger.
Karen Anna Guðmundsdóttir verslunarstjóri Flügger á Selfossi, Helgi S Haraldsson formaður UMF.Selfoss og Elín Ólafsdóttir markaðsstjóri Flügger.

Flügger og UMF.Selfoss hafa verið í samstarfi sem kallast, Flügger Andelen.  Það fer þannig fram að þeir sem versla við Flügger, gefa upp UMF.Selfoss sem félagið sitt, fá 20% afslátt og 5% gangi áfram til félagsins sem stuðningur við starf þess.  Reglulega eru síðan afsláttardagar þar sem afsláttur getur farið uppí 30% til viðskiptavina sem nýta sér þetta samstarf.  Frábær leið til að styðja félagið sitt um leið og keyptar eru málningarvörur og fá auk þess góðan afslátt.

Þetta samstarf skilaði UMF.Selfoss á árinu 2022 rúmum 300 þúsund krónum sem kemur sér vel í starf félagsins.  Viljum við hvetja sem flesta til að nýta sér þessi góðu kjör og styðja félagið sitt í leiðinni.

Á meðfylgjandi mynd má sjá formann UMF.Selfoss taka við stuðningi síðasta árs og þökkum við Flügger fyrir samstarfið sem við vonumst til að skili félaginu enn meira fjármagni á þessu ári.