Glæsilegur hópur í beltaprófi hjá Taekwondodeild

Beltapróf 11 maí 2014 Háspark
Beltapróf 11 maí 2014 Háspark

Það var glæsilegur hópur sem þreytti beltapróf hjá Taekwondodeildinni síðastliðinn sunnudag.

Alls voru 98 iðkendur á próflista og mættu 86 í prófið. Það er skemmst frá því að segja að allir stóðu sig frábærlega og einungis þrír sem þurfa að endurtaka hluta af prófinu sínu, einn þarf að gera armbeygjur, einn þarf að brjóta spýtu og einn að sýna poomsae (form) til að fá gráðurnar sínar.

Gríðarleg gróska er hjá deildinni um þessar mundir og er deildin nú sú allra fjölmennasta á landinu með 131 virkan iðkanda og þeim fer enn fjölgandi. Deildin sem kemur þar á eftir telur 93 iðkendur þannig að sjá má að mikið ber í milli.

Meistari, yfirþjálfari og stjórn Taekwondodeildar Umf. Selfoss þakkar öllum iðkendum og aðstandendum þeirra fyrir frábæran dag.  :-)

PJ

Beltapróf 11 maí 2014 Próftakar Beltapróf 11 maí 2014 Lægstu beltin Beltapróf 11 maí 2014 Gulu og appelsínugulu beltin Beltapróf 11 maí 2014 Grænt belti og hærra