Gleði og einbeiting í fimleikum

Selfossstrákar 1
Selfossstrákar 1

Það var troðfull stúkan í Iðu á laugardaginn þegar Nettómótið í hópfimleikum fór fram. Mótið er fyrir keppendur á aldrinum 7-14 ára sem eru að stíga sín fyrstu spor í keppni.

Alls tóku 18 lið þátt í mótinu í tveimur aldursflokkum. Keppendur voru samtals 215 talsins og komu frá 6 félögum. Börnin voru bæði einbeitt og glöð en mörg skemmtileg tilþrif sáust á mótinu. Í lok mótsins fengu allir viðurkenningu fyrir sitt besta áhald og íspinna í boði Nettó á Selfossi.

Fimleikdadeildin þakkar  öllum þeim sem aðstoðuðu við að gera þetta mót að veruleika kærlega fyrir hjálpina, fyrirtækjum og velunnurum fyrir góðan stuðning.

ob

---

Strákarnir og stelpurnar sýndu glæsileg tilþrif og ánægjan skein af þeim.

Myndir: Umf. Selfoss/Olga

Selfossstrákar 2 Selfossstrákar 1 Selfossstelpur