Frjálsar - Grýlupottahlaup 2016
Góð þátttaka var í þriðja Grýlupottahlaup ársins sem fram fór í blíðskaparveðri á Selfossvelli á laugardag. Bestum tíma hjá stelpunum náði Lára Björk Pétursdóttir, 3:14 mín og hjá strákunum var það Dagur Fannar Einarsson sem hljóp á 2:58 mín.
Úrslit úr hlaupinu má finna á vef Sunnlenska.is.
Vegalengd Grýlupottahlaupsins er 850 m. Hlaupið er frá stúku knattspyrnuvallar, Engjaveginn, beygt inn hjá Gesthúsum og endað á frjálsíþróttavellinum.
Fjórða hlaup ársins fer fram nk. laugardag 7. maí. Skráning hefst kl. 10:30 og er fólk hvatt til að mæta tímanlega til að forðast biðraðir.
---
Systkinin Axel Úlfar og Brynja Líf sprettu úr spori í fallega vínrauða litnum okkar.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/GJ