2013-08-17 11.55.13
Selfyssingar mættu með eldspræka krakka á aldrinum 10-14 ára á Gaflarann sem fór fram á Kaplakrika í Hafnafirði laugardaginn 17. ágúst. Veðrið lék við keppendur og mikið var um persónlegar bætingar.
Í tíu ára flokki átti Selfoss þrjá keppendur, Emilíu Sól Guðmundsdóttur, Evu Maríu Baldursdóttur og Hjalta Snæ Helgason. Árangur þeirra var frábær og voru þau öll að bæta sig verulega í flest öllum greinum. Kepptu þau í 60 m spretthlaupi, langstökki og boltakasti en Hjalti Snær keppti einnig upp fyrir sig í þrístökki (7,60 m) og spjótkasti (24,43 m) og nældi sér þar í silfur í báðum greinum í 11 ára flokki.
Hildur Helga Einarsdóttir (11 ára) vann spjótkast með 22,97 m og Unnur María Ingvarsdóttir (11 ára) varð þriðja í spjótkasti með 11.09 m. Helga Margrét Óskarsdóttir (12 ára) vann spjótkast með 29,05 m, varð þriðja í 100 m hlaupi á 14,79 sek, í 400 m hlaupi á 73,49 sek og í þrístökki með 9,04 m. Pétur Már Sigurðsson (13 ára) varð þriðji í 300 m grind á 50,00 sek og annar í þrístökki með 10,57 m og Jónína Guðný Jóhannsdóttir (14 ára) varð önnur í spjótkasti með 27,12 m.