IMG_2782
Það var Guðmunda Brynja Óladóttir sem skoraði bæði mörk Selfyssinga þegar liðið mætti Aftureldingu í Mosfellsbæ í gærkvöld. Mörkin komu í fyrri hálfleik og var síðara markið einkar laglegt en hún fékk þá boltann á miðjunni, stormaði upp völlinn og lék á nokkra varnarmenn áður en hún skoraði. Allir leikmenn Selfoss stóðu fyrir sínu í leiknum og var þetta fyrst og fremst sigur liðsheildarinnar.
Selfoss er nú í fimmta sæti Pepsi deildarinnar með 20 stig að loknum 12 umferðum. Næsti leikur er á Selfossvelli gegn Breiðabliki þriðjudaginn 20. ágúst kl. 19:00. Athugið að leikurinn er eilítið fyrr en venjulega.
Lesa má nánar um leikinn á vef Sunnlenska.is.