Guðmunda Brynja í úrvalsliði fyrri umferðar

Guðmunda Brynja í lið fyrri umferðar.
Guðmunda Brynja í lið fyrri umferðar.

Guðmunda Brynja Óladóttir fyrirliði Selfoss var valin í úrsvalslið fyrri umferðar Pepsi deildarinnar í knattspyrnu en valið var kynnt húsakynnum Ölgerðarinnar í dag. Ásamt Guðmundu Brynju fengu þrír leikmenn toppliðs Stjörnunnar þ.e. Danka Podovac, Glódís Perla Viggósdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir atkvæði í lið umferðanna frá öllum í valnefndinni. Glæsilegur árangur hjá Gummu og hún svo sannarlega vel að viðurkenningunni komin.

Pepsi deildin hefst að nýju eftir nokkuð hlé, þriðjudaginn 30. júlí en þá er heil umferð á dagskrá.  Selfoss tekur á móti Þrótti og hefst leikurinn kl. 19:15 á Selfossvelli.

Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni var valin besti leikmaður umferðanna og þjálfari hennar, Þorlákur Árnason var valinn besti þjálfarinn.

Þá var Geir Eggertsson valinn besti dómari umferðanna og stuðningsmenn HK/Víkings voru valdir stuðningsmenn umferða 1 - 9 í Pepsi deildinni.

Lið umferðanna var einnig valið og er það þannig skipað:

Markvörður:

Sandra Sigurðardóttir - Stjarnan

Aðrir leikmenn:

Anna Björk Kristjánsdóttir – Stjarnan

Anna María Baldursdóttir – Stjarnan

Ashlee Hincks – FH

Danka Podovac – Stjarnan

Dóra María Lárusdóttir – Valur

Elín Metta Jensen – Valur

Glódís Perla Viggósdóttir – Stjarnan

Guðmunda Brynja Óladóttir – Selfoss

Harpa Þorsteinsdóttir – Stjarnan

Rakel Hönnudóttir - Breiðablik