HSÍ lokahóf 17.05.14
Á lokahófi HSÍ sem fram fór í gærkvöldi átti Selfoss tvo verðlaunahafa. Gunnar Gunnarsson þjálfari mfl. karla var valinn þjálfari ársins í fyrstu deild og Ómar Ingi Magnússon var valinn efnilegasti leikmaður fyrstu deildarinnar.
Einar Sverrisson komst einnig á blað en hann var tilnefndur í þremur flokkum sem efnilegasti leikmaður, sóknarmaður og leikmaður fyrstu deildar. Sebastian Alexandersson var tilnefndur sem markmaður fyrstu deildar.
Tveir af áðurnefndum leikmönnum, Ómar og Einar, voru einmitt báðir í úrvalsliði 1. deildar sem valið var af þjálfurum fyrstu deildarinnar og birt var á vefsíðunni fimmeinn.is fyrir skömmu
Á mynd: Ómar Ingi og Gunnar Gunnarsson með fulltrúum HSÍ