Nokkrir krakkar frá Selfossi fóru og kepptu á Kastmóti FH í síðustu viku. Halla María Magnúsdóttir, 13 ára, setti HSK-met í 60 m hlaupi þegar hún hljóp á 8,45 sek. Eldra metið var síðan 1983 og áttu það saman Ingibjörg Gísladóttir og Rannveig Skúla Guðjónsdóttir. Halla María setti einnig glæsilegt Íslandsmet í spjótkasti (400gr) með kasti upp á 39,21m. Styrmir Dan Steinunnarson, 13 ára, (keppir fyrir Þór) bætti einnig Íslandmet í spjótkasti (400gr) en hann kastaði 50,19 m. Frábær árangur hjá þessum krökkum og byrjunin á sumrinu lofar svo sannarlega góðu.