Hið árlega minningarmót um Magnús Arnar Garðarsson verður haldið á laugardaginn kemur þann 5. maí í íþróttahúsi Vallaskóla. Mótinu er tvískipt. Í fyrri hluta keppa iðkendur í byrjendareglum og landsreglum í 5. flokki, en í seinni hluta keppa eldri iðkendur í teamgym og 3. og 4. flokki landsreglna. Fyrri hluti hefst klþ 9:50, en seinni hlutinn hefst kl. 13:30. Aðgangur ókeypis.
Í fyrri hluta keppa HB1, HB2, HB strákar, F1, F2 og F3, G hópar fæddir 2005, HL8, HL7 og HL5. Mæting er kl. 08:20 en mótið hefst kl. 09:50. Áætluð mótslok eru kl. 11:15. Í seinni hluta keppa HL kk, HL4, HL2 og HL1. HM1, HM2 og HM4. Mæting er kl. 11:15, en mótið hefst kl. 13:30. Áætluð mótslok eru kl. 16:15.