Frjálsar - HSKSelfoss MÍ 11-14 ára
Meistaramót Íslands 11-14 ára fór fram á Laugardalsvelli um helgina í umsjón ÍR-inga. Ágætis þátttaka var á mótinu og árangur ágætur sömuleiðis.
HSK/Selfoss mætti ekki aðeins með fjölmennasta liðið heldur einnig það harðsnúnasta og sigraði stigakeppni félaga með miklum yfirburðum. Liðið hlaut 1204 stig í samanlagðri stigakeppni, lið FH varð annað með 553 stig og UFA þriðja með 449.5 stig. HSK Selfoss fékk flest stig í flokki 11 ára og 14 ára pilta, 11, 13 og 14 ára stúlkna. FH-ingar hlutu flest stig 12 ára pilta og stúlkna og Ármenningar flest stig 13 ára pilta.
Sama röð varð á félögunum þegar talin voru verðlaun. HSK/Selfoss 69 verðlaun, þar af 25 gull, FH 29 þar af 13 gull og UFA 29 þar af 9 gull.
Tvö mótsmet voru sett um helgina af okkar krökkum en Sindri Freyr Seim Sigurðarson setti met í flokki 13 pilta í 80 m grindahlaupi og var aðeins hársbreidd frá Íslandsmetinu. Hildur Helga Einarsdóttir setti met í spjótkasti í flokki 14 ára stúlkna.
Heildarúrslit mótsins má finna á Þór - mótaforriti FRÍ.
---
Hópur Selfyssinga og HSK var sáttur í mótslok í Laugardalnum.
Ljósmynd: FRÍ