Idun-Kristine í Selfoss á láni

Idun-Kristine
Idun-Kristine

Selfoss hefur fengið markvörðinn Idun-Kristine Jørgensen til liðs við sig á lánssamningi frá norska liðinu Stabæk. Idun-Kristine er 21 árs og hefur leikið fyrir U19 landslið Noregs.

,,Idun-Kristine, eins og margar jafnöldrur hennar þurfa leiktíma til að geta haldið áfram að þroska leik sinn. Hún er mjög efnileg og við sjáum fyrir okkur að hún geti hjálpað okkur að stíga næstu skref í okkar ferli. Ég er mjög spenntur fyrir að fá hana til liðs við okkur” segir Björn Sigurbjörnsson þjálfari Selfoss.

Von er á Kristine til landsins á allra næstu dögum og mun hún ferðast með liðinu í æfingaferð til Tenerife um miðjan mánuð. 

Að öðrum leikmannamálum, þá hafa þær Mallory Olsson og Amanda Leal haldið til síns heima eftir að samið hafi verið við þær um að leika með liðinu í sumar. Leal óskaði eftir því að losna undan samningi af persónulegum ástæðum og varðandi Olsson þá var komist að samkomulagi að segja upp samningnum hennar.