3. flokkur fimleikadeildarinnar stillti sér upp með Guðbjörgu frá Íslandsbanka og Bergþóru framkvæmdastjóra af tilefni undirritunarinnar.
Þann 24. október undirrituðu Fimleikadeild Selfoss og Íslandsbanki endurnýjun á styrktarsamningi. Íslandsbanki hefur stutt við Fimleikadeild Selfoss síðastliðin ár og er einn af helstu styrktaraðilum deildarinnar.
Styrktaraðilar eru gríðarlega mikilvægir fyrir allt ungmennastarf og er Fimleikadeild Selfoss afar þakklát fyrir áframhaldandi stuðning Íslandsbanka og þá viðurkenningu sem styrktarsamningur sem þessi er fyrir íþrótta- og ungmennastarf deildarinnar.
Samninginn undirrituðu Bergþóra Kristín Ingvarsdóttir framkvæmdastjóri fyrir hönd fimleikadeildarinnar og Guðbjörg Svava Sigþórsdóttir fyrir hönd Íslandsbanka. Guðbjörg kom til okkar niður í Baulu að undirrita samninginn á miðjum æfingatíma til þess að fá smá innsýn inn í starfið sem þau eru að styrkja. Hún er þó ekki ókunn deildinni þar sem dætur hennar þrjár áttu allar langan og góðan fimleikaferil hjá deildinni, sem iðkendur og þjálfarar. 3. flokkurinn okkar stillti sér upp á mynd af tilefni undirritunarinnar.
Fimleikadeild Selfoss vill þakka Íslandsbanka innilega fyrir stuðninginn!