Lið HSK/Selfoss Íslandsmeistari innanhúss 2023
Lið HSK/Selfoss varð Íslandsmeistari á Unglingameistaramóti Íslands (15-22 ára) sem haldið var í Kaplakrika 28.-29.janúar. Lið HSK/Selfoss sýndi mikla yfirburði á mótinu en liðsfélagar HSK/Selfoss höluðu alls inn 390,5 stigum á mótinu. Hörð keppni var um annað sæti en ÍR- ingar höfðu betur með 262 stig og Breiðablik endaði í 3.sæti með 245 stig.
Lið HSK/Selfoss sigraði í fjórum aldursflokkum. Piltar 15 ára og piltar 16-17 ára sigruðu sína flokka auk þess sem stúlkur 15 ára og stúlkur 16-17 ára unnu einnig sína flokka. Piltar 18-19 ára enduðu í 2.sæti. Frábær árangur hjá þessum efnilegum krökkum sem flest æfa við frábærar aðstæður í Lindexhöllinni. Nánari frétt með einstökum afrekum keppenda kemur á næstu dögum