Frjálsar 4x200m hlaup Dagur Fannar, Hákon Birkir, Tryggvi og Jónas
Frjálsíþróttadeild Selfoss gerði um helgina góða ferð á Gaflarann sem er opið frjálsíþróttamót fyrir 10-14 ára. Mótið í ár var gríðarlega stórt, yfir 300 keppendur og greinilegt að frjálsar íþróttir eru vaxandi grein.
Mjög mikið var um persónulegar bætingar hjá krökkunum okkar á mótinu og lofar það góðu fyrir framhaldið.
Besta afrek okkar var án efa í 4x200 metra boðhlaupi 13 ára pilta en þeir settu glæsilegt Íslands- og HSK met á tímanum 1:52,62 mín og bættu Íslandsmetið um nærri 2 sekúndur.
Hrefna Sif Jónasdóttir bætti HSK metið í 400 metra hlaupi um rúmar 5 sekúndur er hún hljóp á 71,91 sekúndu og Dagur Fannar Einarsson bætti einnig HSK met í 400 metra hlaupi 13 ára pilta sem hann hljóp á 60,12 sekúndum.
Alls unnu Selfyssingar til næstflestra verðlauna á mótinu, samtals 26, ellefu gullverðlaun, níu silfurverðlaun og sex bronsverðlaun.
Dagur Fannar Einarsson, 13 ára sigraði í 60 m hlaupi, 400 m hlaupi og boðhlaupi.
Hákon Birkir Grétarsson, 13 ára sigraði í hástökki og boðhlaupi, fékk silfur í kúluvarpi, 60 m og 400 m hlaupum.
Vilhelm Freyr Steindórsson, 13 ára sigraði í kúluvarpi og varð þriðji í hástökki.
Jónas Grétarsson, 13 ára sigraði í boðhlaupi og varð þriðji í 60 m og 400 m hlaupum.
Tryggvi Þórisson, 13 ára sigraði í boðhlaupi og varð annar í hástökki.
Valgerður Einarsdóttir, 13 ára sigraði í hástökki.
Hildur Helga Einarsdóttir, 13 ára sigraði í kúluvarpi.
Sæþór Atalson, 11 ára sigraði í kúluvarpi.
Rúrik Nikolai Bragin, 10 ára sigraði í langstökki og skutlukasti.
Daði Kolviður Einarsson, 10 ára sigraði í 60 m hlaupi og varð annar í skutlukasti.
Hrefna Sif Jónasdóttir, 11 ára varð önnur í langstökki og 400 m hlaupi.
Bríet Bragadóttir, 13 ára varð önnur í 400 m hlaupi og þriðja í 60 m hlaupi.
Helga Margrét Óskarsdóttir, 14 ára varð þriðja í kúluvarpi.
Hreimur Karlsson, 10 ára varð þriðji í 60 m hlaupi og langstökki.
Öll úrslit mótsins eru á Þór mótaforriti FRÍ.
---
Íslandsmetarhaf í 4 x 200 metra hlaupi Dagur Fannar, Hákon Birkir, Tryggvi og Jónas.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Þuríður Ingvarsdóttir