Íþrótta- og útivistarklúbburinn hefst 12. júní

Íþrótta- og útivistarklúbbur 2016
Íþrótta- og útivistarklúbbur 2016

Íþrótta- og útivistarklúbburinn, sem er fyrir öll börn fædd 2007-2011, er starfræktur í sumar eins og síðastliðin sumur en klúbburinn býður upp á fjölbreytt og skemmtileg sumaranámskeið fyrir hressa krakka.

Fyrsta námskeið sumarsins stendur yfir frá 12.-23. júní en boðið er upp á fimm fjölbreytt og skemmtileg tveggja vikna sumaranámskeið fyrir hressa krakka í sumar. Hægt er að velja heilan dag með hollum og góðum hádegismat eða hálfan dag, fyrir eða eftir hádegi allt eftir því hvað hentar fólki.

Íþrótta- og útivistarklúbburinn er staðsettur í Vallaskóla og er gengið inn um inngang við eldhús á milli íþróttahúss og gervigrasvallar (Eikatúns). Hægt er að skrá börn í klúbbinn á staðnum.

Allar nánari upplýsingar má fá hjá Hilmari Guðlaugssyni og Sigrúnu Örnu Brynjarsdóttur umsjónarmönnum klúbbsins í netfanginu sumarnamskeidumfs@gmail.com, í síma 698-0007 eða á heimasíðu Umf. Selfoss www.umfs.is.

Við hlökkum til að hitta hressa krakka í sumar.

Myndatexti:

Enginn myndatexti.