Íþrótta- og útivistarklúbbur 2016
Nýtt tveggja vikna námskeið í íþrótta- og útivistarklúbbnum, sem er fyrir öll börn fædd 2007-2011, hefst á mánudag en klúbburinn býður upp á fjölbreytt og skemmtileg sumaranámskeið fyrir hressa krakka.
Námskeiðið hefst mánudaginn 26. júní og lýkur 7. júlí. Hægt er að velja heilan dag með hollum og góðum hádegismat eða hálfan dag, fyrir eða eftir hádegi allt eftir því hvað hentar fólki.
Klúbburinn er staðsettur í Vallaskóla og er gengið inn um inngang við eldhús á milli íþróttahúss og gervigrasvallar (Eikatúns). Skráning fer fram í gegnum skráningar- og greiðslukerfið Nóra á slóðinni selfoss.felog.is en einnig er hægt að skrá börn í klúbbinn á staðnum.
Allar nánari upplýsingar má fá hjá Hilmari Guðlaugssyni og Sigrúnu Örnu Brynjarsdóttur umsjónarmönnum klúbbsins í netfanginu sumarnamskeidumfs@gmail.com, í síma 698-0007 eða á heimasíðu Umf. Selfoss www.umfs.is.
Við hlökkum til að hitta hressa krakka í sumar.