Íþróttaskóli auglýsing vor 2021
Íþróttaskóli fimleikadeildar Selfoss hefst sunnudaginn 31. janúar nk. Íþróttaskólinn er fyrir börn fædd 2015 - 2020. Um er að ræða tólf skipta námskeið sem fer fram í Baulu, íþróttahúsi Sunnulækjarskóla. Hver tími er 45 mínútur. Skráning í íþróttaskólann fer fram í gegnum Nóra á slóðinni selfoss.felog.is.
Hópur 1 - 9:30-10:15
Hópur 2 - 10:30-11:15
Hópur 3 - 11:30-12:15
Kennarar í íþróttaskólanum eru Berglind Elíasdóttir íþróttafræðingur og Unnur Þórisdóttir sjúkraþjálfaranemi.
Sóttvarnir
Kennt verður í þremur hópum með blönduðum aldri. Ekki er hægt að mæta á öðrum tímum en barnið er skráð. Hverjum hóp verður skipt niður í tvö sóttvarnarhólf (A og B). Aðeins 20 börn í hvoru hólfi. Grímuskylda er fyrir foreldra/forráðamenn og aðeins einn má fylgja hverju barni í tímanum.
Frekari upplýsingar um íþróttaskólann má nálgast með því að senda póst á fimleikar@umfs.is.