Umf. Selfoss tekur þátt í Íþróttaviku Evrópu dagana 23.-30. september. Markmiðið með Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings.
Íþróttavikan er ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi.
Í vikunni bjóða allar deildir ungmennafélagsins fólki að koma og prófa æfingar, því að kostnaðarlausu.
Hlökkum til að sjá ykkur