Jafntefli á Origovellinum

Stelpurnar gerðu sér ferð á Origovöllinn í gær þar sem að Valur tók á móti þeim. Fyrri hálfleikur leiksins var fremur tíðindalaus og hvorugt liðið sýndi sínar bestu hliðar.

Valur spilaði boltanum ágætlega á milli sín og héldu vel í boltann en Selfoss spilaði þéttan varnarleik og gáfu Valskonum engin færi á sér. Valur komst yfir á 49. mínútu eftir mark frá Bryndísi Örnu. Það var þó ekki nema um fimm mínútum síðar sem Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir jafnaði leikinn fyrir Selfoss. Markið kom upp úr hornspyrnu, hár bolti lendir í miðjum teignum og eftir tilraunir varnarmanna Vals til að hreinsa burt kom Áslaug boltanum í netið.

Jafntefli var nokkuð sanngjörn niðurstaða miðað við framvindu leiksins. Valur kom af krafti inn í seinni hálfleik og komust verðskuldað yfir í leiknum. En Selfoss gerði vel í að jafna leikinn og spiluðu agaðan varnarleik á lokamínútum til að halda þetta út.

 

Næsti leikur liðsins er heimaleikur gegn Tindastól mánudaginn 15. maí