JJ-mót Ármanns 2016

Frjálsar - JJ-mótið Thelma Björk Einarsdóttir
Frjálsar - JJ-mótið Thelma Björk Einarsdóttir

Vormót Ármanns í frjálsum, svokallað JJ-mót Ármanns var haldið í köldu veðri á Laugardalsvelli miðvikudaginn 25. maí. Selfoss átti þar vaska sveit sem, með landsliðsfólk okkar í broddi fylkingar, vann þrjú gull, þrjú silfur og tvö brons. Markmiðið á vormótunum er að koma sér í stand fyrir stærstu mót sumarsins.

Kristinn Þór Kristinnsson kom fyrstur í mark í 400 m. hlaupi karla á 51,61 sek., Fjóla Signý Hannesdóttir sigraði 100 m. grindahlaup á 15,51 sek. og varð þriðja í 400 m. hlaupi. Thelma Björk Einarsdóttir vann kúluvarp varpaði 11,58 m.

Þá vann Eyrún Halla Haraldsdóttir til silfurverðlauna í kringlukasti sem og Ólafur Guðmundsson í kúlu og kringlu karlamegin. Eyrún Halla varð svo þriðja í kúluvapi. Að lokum má geta þess að Harpa Svansdóttir jafnaði sinn besta árangur í langstökki með því að stökkva 5,05 m.

óg

Sjá einnig frétt á vef Sunnlenska.is.

---

Thelma Björk með sigurlaunin í kúluvarpinu.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Ólafur Guðmundsson