Olís-deildin-logo-1
Íslandsmótið í handknattleik hefst í dag þegar Selfyssingar hefja keppni í Olís-deildinni. Strákarnir okkar ríða á vaðið á útivelli gegn Stjörnunni í kvöld kl. 19:30. Stelpurnar okkar hefja hins vegar leik á heimavelli, þriðjudaginn 12. september, kl. 19:30. Fyrsti heimleikur hjá strákunum er gegn Fjölni sunnudaginn 17. september kl. 19:30.
Liðin hafa lagt hart að sér við æfingar á undirbúningstímabilinu og verður forvitnilegt að fylgjast með þeim takast á við andstæðinga sína í Olís-deildinni á vetri komandi.
Fjallað er um upphaf Íslandsmótsins á vef Sunnlenska.is.
Við hvetjum fólk til að tryggja sér ársmiða sem gilda á alla heimaleiki Selfossliðanna í deildarkeppninni í vetur. Ársmiði tryggir einnig forgang við inngang, enga röð, frítt kaffi á leikjum, fundi með þjálfara og fleira skemmtilegt og gott.
Gullkort kostar kr. 20.000 og gildir á alla deildarleiki karla og kvenna á Selfossi. Silfurkort kostar kr. 12.000 og gildir á leiki karla eða kvenna. Hægt er að dreifa greiðslum.
Nánari upplýsingar um ársmiða