kristinn_thor
Kristinn Þór Kristinsson, Umf. Selfoss, hefur verið valinn í íslenska landsliðið í frjálsum íþróttum sem keppir í Evrópukeppni landsliða í Tel Aviv í Ísrael 24.-25. júní.
Greint er frá því á vef Sunnlenska.is að Kristinn Þór muni keppa í 800 m og 1500 m hlaupi og einnig í boðhlaupi. Annar Selfyssingur, FH-ingurinn Örn Davíðsson, er í hópnum, en hann keppir í spjótkasti.
Ísland keppir í 2. deild og hefur keppnin hefur aldrei verið sterkari en í ár, en tólf þjóðir munu keppa á mótinu. Ísland sendir mjög sterkt lið til keppni og eru t.d. Ólympíufararnir Aníta Hinriksdóttir, Ásdís Hjálmsdóttir og Guðni Valur Guðnason á meðal keppenda.
Sjá nánar á vef FRÍ.