Leikurinn - Ár frá Íslandsmeistaratitli

Leikurinn
Leikurinn

Þann 22. maí næstkomandi er ár liðið frá stóra deginum okkar, þegar við lyftum okkar fyrsta Íslandsmeistaratitli!

 

Að sjálfsögðu munum við halda upp á það. Vegna þessara óvenjulegu aðstæðna verðum við að halda upp á það hvert í sínu lagi. Við ætlum að reyna að koma til móts við ykkur og bjóða ykkur upp á sýningu frá leiknum þann 22. maí.

 

Leikurinn verður sýndur á Youtube-rás SelfossTV þann 22.maí, sléttu ári frá því leikurinn frægi fór fram. Fyrir leikinn verður upphitun í boði SelfossTV þar sem farið verður yfir víðan völl. Að lokum verður verðlaunaafhendingin sýnd ásamt gleðinni á Tryggvatorgi. Útsending hefst á slaginu kl. 19.00.

 

Hægt verður að kaupa sig inn á viðburðinn sem verður aðeins sýndur í þetta eina skipti. Við hvetjum alla til að gera það, enda hafa aðstæður í þjóðfélaginu valdið deildinni miklu tekjutapi.

 

Hægt er að kaupa miða í vefverslun Umf. Selfoss  hér. Einnig er hægt að kaupa miða í verslun Baldvins & Þorvaldar.

 

Miðaverð á leikinn er 2.000 kr.

Miði, hamborgari og gos: 3.300 kr (vefverslun)

(ATH að hamborgari og gos er ekki innifalið, fólk verður að skaffa það sjálft).